Garðfuglahelgin um helgina

Músarrindill © Sindri Skúlason

Garðfuglahelgi að vetri hefst í dag 27. janúar og stendur til og með 30. janúar. Fuglavernd stendur fyrir þessum árlega viðburði en allir sem hafa áhuga á fuglum eru velkomnir með í þessa helgarkönnun sem fer fram í garðinum hjá þér!

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Allar upplýsingar og fræðsluefni má finna hér, á heimasíðu Fuglaverndar.

Fyrri greinGengu vasklega fram í lokin
Næsta greinHeimaslóðirnar undir Eyjafjöllum skora alltaf hátt