Garðaverðlaun veitt í Hveragerði

Verðlaunahafarnir ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, Bryndísi Eir Þorsteinsdóttur, formanni umhverfisnefndar og Höskuldi Þorbjarnarsyni, umhverfisfulltrúa. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Viðurkenningar vegna fegurstu garða Hveragerðisbæjar árið 2019 voru afhentar við hátíðlega athöfn í tengslum við bæjarhátíðina Blómstrandi daga á dögunum.

Verðlaunahafarnir eru Hólmfríður Skaptadóttir og Gísli Gíslason í Dynskógum 4, Sigurlín Guðjónsdóttir í Heiðmörk 28H og Guðlaug B. Björnsdóttir í Laufskógum 23.

Eins og venjan er voru verðlaunagarðarnir opnir fyrir gesti á Blómstrandi dögum en fjöldi fólks notaði tækifæri til að skoða þessa fallegu garða og ekki síður til að fá góðar hugmyndir fyrir sína eigin garða.

Fyrri grein190 keppendur frá HSK á Unglingalandsmóti
Næsta greinKjötsúpa um allt á Hvolsvelli um helgina