Garðar leiðir frjálsa með Framsókn

Garðar Rúnar Árnason, kennari, er í 1. sæti á lista Framsóknar, frjálsir með Framsókn, í Hveragerði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Framsóknarfélag Hveragerðis hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar en framboðið skipar fólk sem kemur víða að úr samfélaginu, með fjölbreytta menntun og störf. Listann skipa átta konur og sex karlar.

Listinn er þannig skipaður:
1. Garðar Rúnar Árnason, kennari
2. Daði Steinn Arnarsson, íþróttakennari
3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir
4. Ásdís Alda Runólfsdóttir, flutningafulltrúi
5. Adda María Óttarsdóttir, háskólanemi
6. Ágúst Örlaugur Magnússon, leiðbeinandi og knattspyrnuþjálfari
7. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður og fjallaleiðsögumaður
8. Sæbjörg Lára Másdóttir, háskólanemi
9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuboltamaður og nemi
10. Ingibjörg Sverrisdóttir, skrifstofumaður
11. Fanný Björk Ástráðsdóttir, sjúkraliði og þroskaþjálfi
12. Gísli Garðarsson, eldri borgari og fyrrverandi bæjarfulltrúi
13. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
14. Pálína Agnes Snorradóttir, kennari á eftirlaunum

Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram sér í kosningunum 2010 en var þá hluti af A-listanum sem fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna.