Ganga 3 km leið að flug­vélarflakinu

Fjöldi ferðamanna hef­ur gengið um þriggja kíló­metra leið að banda­ríska flug­vélarflak­inu á Sól­heimas­andi í dag eft­ir að land­eig­end­ur lokuðu leiðinni fyr­ir bílaum­ferð.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

„Það hef­ur verið haug­ur af bíl­um þarna fyr­ir utan í dag. Fólk labb­ar niður eft­ir,“ seg­ir Bene­dikt Braga­son, einn af land­eig­end­um, í samtali við mbl.is.

Myndin sem fylgir fréttinni var tekin í dag og sýnir hvernig lokað er fyrir bílaumferð niður á sandinn.

Benedikt seg­ir ferðamenn­ina ekki hafa kvartað yfir til­hög­un­inni en land­eig­end­ur bönnuðu um­ferð um svæðið í gær vegna slæmr­ar um­gengni.

„Við leit­um allra leiða til að opna þetta aft­ur. Við finn­um ein­hverja lausn á þessu. Best væri að opna aft­ur í dag en ég á ekki von á því,“ sagði Bene­dikt ennfremur.

Fyrri greinDaníel með þrennu gegn Mídasi
Næsta greinHafrabollur