Umferðartafir eru á Suðurlandsvegi við hringtorgið í Hveragerði þar sem stór gámur féll af vörubíl um klukkan hálf tólf í morgun.
Gámurinn þverar akreinina í vesturátt en lögreglan stýrir umferð á vettvangi.
Ekki náðist í lögregluna á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar en tíðindamaður sunnlenska.is á vettvangi segir að ekki sé ljóst hversu langan tíma það mun taka að fjarlægja gáminn.
UPPFÆRT KL. 15:00: Búið er að fjarlægja gáminn
