Gamli Gjábakkavegurinn hugsanlega opnaður aftur

Þeir sem fara í gegnum Þingvelli að nýja Gjábakkaveginum hafa án efa tekið eftir því að það er búið að rjúfa vegstæðið að gamla Gjábakkaveginum.

Að sögn Ólafs Arnars Haraldssonar þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum ákvað Vegagerðin að slíta sundur vegastæðið en nú eru viðræður í gangi um að koma því á aftur, að minnsta kosti að hluta.

Að sögn Ólafs Arnars er nú reiðvegur og gönguleið um veginn en við nánari skoðun telja menn að skynsamlegt geti verið að hleypa einnig umferð bíla á veginn aftur.