Gamla brúin brotin niður

Að undanförnu hefur verið unnið að því að fjarlægja brúna yfir Múlakvísl sem fór af í hlaupi í júlí.

Það var Framrás ehf í Vík sem sá um að brjóta brúargólfið og Fura í Hafnarfirði mun svo sjá um að fjarlægja steypustyrktarstálið sem eftir er.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hönnun á nýrri brú og varnargörðum á frumstigi en reiknað er með útboði síðar í vetur.

Fyrri greinSunnlenskt kvöld í Edrúhöllinni
Næsta greinTorfajökulssvæðið á heimsminjaskrá