Gambri gerður upptækur

Lögreglan á Selfossi gerði um 50 til 60 lítra af gambra upptæka laust eftir miðnætti í nótt.

Maður á fertugsaldri var boðaður til skýrslutöku í dag vegna málsins. Gambrinn var ekki fullunninn en tilbúinn undir suðu, að sögn lögreglu sem barst ábending um bruggunina.

Auk gambrans voru bruggtæki gerð upptæk.