Gámasvæði Árborgar áfram lokað

Gámasvæði Árborgar. Ljósmynd/Árborg

Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði í Sandvíkurhreppi er ennþá lokað eftir að starfsmaður þar greindist með COVID-19 smit í síðustu viku og samstarfsmenn hans voru settir í sóttkví.

Íslenska gámafélagið við Hrísmýri á Selfossi mun leysa gámasvæði Árborgar af hólmi fram að helgi að minnsta kosti en opnunartími þar er sá sami og á gámasvæði Árborgar.

Afgreiðsla og skrifstofur Árborgar við Austurveg 67 hafa verið opnaðar aftur en gripið var til ráðlagðra ráðstafana þar til að tryggja öryggi starfsmanna og gesta.