Ágallar á nýju brúnni seinka opnun hennar

Brúarsmiðir við Jökulsá á Sólheimasandi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Meiri ágall­ar reynd­ust vera á nýrri brú sem verið er að byggja yfir Jök­ulsá á Sól­heimas­andi en upp­haf­lega leit út fyr­ir þegar steypu­mót voru fjar­lægð.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni hef­ur verið unnið að lag­fær­ing­um, auk þess sem verið er að vinna úr rannsóknum á um­fangi vand­ans. Vegna þessa hef­ur taf­ist að brú­in verði tek­in í notk­un.

Upphaflega átti brúin að vera tilbúin í nóvember í fyrra en verktíminn var rýmdur og von­ast er til að hægt verði að taka brúna í notk­un á næstu vik­um.

Fyrri greinGul viðvörun: Stormur og rigning
Næsta greinGóð stemning á héraðsmóti í golfi fatlaðra