Gagnvirkt listaverk afhjúpað í Víkurfjöru

Í síðustu viku var listaverk eftir rússnesku listakonuna Olga Kisseleva afhjúpað í Kötlu jarðvangi. Listaverkið er staðsett í Vík í Mýrdal, nánar tiltekið í Víkurfjöru við varnargarðinn austan Víkurár.

Listaverkið er hluti af röð listaverka Kisseleva, sem er þekkt rússnesk listakona búsett í París. Listaverkið kallast GEO Quick Response og hafa svipuð listaverk nú þegar verið sett upp í Geopark des Alpes de Haute Provence í Frakklandi (2012) og Dong Van Karst Plateau Geopark í Víetnam (2014).

Listaverkið í Víkurfjöru er sett upp ef Etienne Delprat, samstarfshópnum YA+K, Unu Sigtryggsdóttur, Margrét Elísabet Ólafsdóttur og Kötlusetri. Etienne er doktorsnemi í arkítekt og listum og er þetta hluti af lokaverkefni hans.

Listaverkið er gagnvirk innsetning, QR-kóði á vörubretti gerður úr fjörusandi og rekavið sem vísar fólki inná sýndar heim með upplýsingum um umhverfið. Sýndar heimurinn verður í stöðugri þróun. Hugmyndin á bakvið vörubrettið er sú að listaverkið mun ferðast, ferðast um allan heim og þannig bjóða þeim sem skoða það í Kötlu Jarðvang.

Menningarvitinn greinir frá þessu.

Fyrri greinNýbyggingin opnuð á laugardag
Næsta greinVítaspyrnudómurinn skildi liðin að