Gáfu skólakrökkum miða á leikinn

Strákarnir í Pepsi-deildarliði Selfoss í knattspyrnu mættu í grunnskóla á Selfossi í morgunn og gáfu nemendum miða á leikinn í kvöld gegn Grindavík.

Krakkarnir voru ánægðir með gjöfina og ekki var annað að heyra á þeim en að þau ætluðu að mæta. Reyndar höfðu nokkrir áhyggjur af rigningunni sem er á Selfossi þessa stundina, en vonuðu að það myndi stytta upp fyrir kvöldið.

Leikurinn hefst kl. 19.15 í kvöld.