Gáfu Ljósheimum sjónvarpstæki

Á dögunum gaf Vinafélag Ljósheima og Fossheima hjúkrunardeildinni á Ljósheimum á Selfossi 50" sjónvarpstæki, en um er að ræða hágæðasjónvarp frá Sony að verðmæti 190 þúsund.

Á síðasta ári gaf Vinafélagið einnig sjónvarpstæki í þessari stærð á hjúkrunardeild Fossheima.

Á síðasta aðalfundi félagsins tók Ragnheiður Hergeirsdóttir við sem formaður Vinafélagsons af Guðbjörgu Gestsdóttur sem sinnt hefur formannsstarfinu í 8 ár. Auk Ragnheiðar eru í stjórn þær Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri, Anna Björg Stefánsdóttir, ritari og meðstjórnendur eru Kristín Árnadóttir, Rut Stefánsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir.

Félagið var stofnað í febrúar 2004 og er megintilgangur félagsins að efla tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk hjúkrunardeildanna á Ljósheimum og Fossheimum og auka möguleika þeirra á meiri tilbreytingu en ella væri. Einnig að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti sem snúa að eldra fólki. ‘

Fyrri greinGróður orðinn prýðilegur í Skúmstungum
Næsta greinNotuð barnaföt á 100 krónur