Gáfu Lazy Boy í Vinaminni

Vinaminni, sem er sérhæfð dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og skylda sjúkdóma, fékk á dögunum að gjöf rafknúinn Lazy Boy stól í tilefni af 85 ára afmæli Helgu Einarsdóttur, sem dvaldi um tíma í dagdvölinni.

Börn, barnabörn og tengdabörn ásamt Helgu, heimsóttu dagdvölina af þessu tilefni þann 14. júní síðastliðinn og afhentu stólinn sem þakklætisvott fyrir þann góða tíma sem Helga dvaldi í dagdvölinni.

Starfsfólk Vinaminnis þakkar þessa höfðinglegu gjöf og sendir Helgu hlýjar afmæliskveðjur.

Á myndinni er Helga ásamt börnum og barnabörnum; (f.v.) Hlynur Guðmundsson, Guðmundur Atli Hlynsson, Björk Guðmundsdóttir, Alma Guðmundsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hildur Emilsdóttir, Arnar Birkir Dansson og Berglind Emilsdóttir.