Gáfu HSu fimmtán sjónvarpsskjái

Forsvarsmenn Hótels Selfoss komu færandi hendi í vikunni og gáfu Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtán notaða 20“ sjónvarsskjái.

Verið er að endurnýja þennan búnað í herbergjum Hótel Selfoss og þótti mönnum tilvalið að lengja lífdaga sjónvarpsskjánna og gefa þá þangað sem hugsanleg þörf væri fyrir þá.

Gjöfin kemur sér mjög vel fyrir stofnun eins og HSu, þar sem óskir um sjónvörp í sjúkrastofum verða æ algengari. Ekki er búið að sjónvarpsvæða allar sjúkrastofur, enda hefur ekki verið til fjármagn í slíkt, en stofnunin hefur notið gjafmildar félagsamtaka og að þessu sinni Hótels Selfoss, til að færast nær því markmiði.

Tækjunum verður komið fyrir á næstunni þar sem þeirra verður þörf innan stofnunarinnar.

Stjórn HSu færir eigendum Hótels Selfoss kærar þakkir fyrir þennan góða hug og velvild í garð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Fyrri greinArna Ír: Bætum þjónustuna við nemendur af erlendum uppruna í Árborg!
Næsta greinJÁVERK bauð lægst í MS