Gáfu heilsugæslunni veglega gjöf

Kvenfélagskonur á Selfossi færðu heilsugæslunni á Selfossi nú í byrjun janúar, fjóra súrefnismettunarmæla að andvirði 118.000 króna.

Mælana á að nota í heimahjúkrun. Gjöfin kemur sér afar vel þar sem margir skjólstæðingar heimahjúkrunar glíma við langvinna lungnasjúkdóma eða aðra alvarlega sjúkdóma og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með súrefnismettun.

Kvenfélag Selfoss hefur í áraraðir stutt vel við bakið á heilsugæslunni á Selfossi og er það ómetanlegt að eiga góða að og finna hlýhug þeirra til stofnunarinnar, segir í frétt á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Fyrri greinFjórir Selfyssingar í hóp gegn Portúgal
Næsta greinEkkert varð af viðgerðinni