Gáfu börnum endurskinsmerki

Fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf á Selfossi dreifði nýverið endurskinsmerkjum til allra barna í 1.-4. bekk í grunnskólum Árborgar og Hveragerðis.

Guðmundur Tyrfingsson ehf sér um skólaakstur fyrir þessa skóla. Í skammdeginu er mikilvægt fyrir gangandi vegfarendur að vera vel sýnilegir og vera með endurskinsmerki.

Endurskinsmerkin fengu einstaklega góðar móttökur hjá krökkunum og er það von forsvarsmanna fyrirtækisins að að þetta skili sér í sýnilegri börnum og meira öryggi fyrir gangandi vegfarendur.

Starfsmenn fyrirtækisins þakka nemendum og starfsfólki kærlega fyrir móttökurnar og hvetja í leiðinni bæði börn og fullorðna til að nota endurskinsmerki í skammdeginu.

Fyrri greinBjörgvin komst á pall í London
Næsta greinBáran felldi en VMS samþykkti