Gaf Álfheimum veglegt gjafabréf

Í síðustu viku afhenti Kvenfélag Selfoss leikskólanum Álfheimum 100.000 kr gjafabréf sem notað var til kaupa á tveimur þríhjólum.

Þetta gjafabréf kom sér mjög vel því þríhjól leikskólans þörfnuðust endurnýjunar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur leikskólans ásamt kvenfélagskonunum Helgu og Aðalheiði og Ingibjörgu leikskólastjóra taka við gjöfinni og gleðin leynir sér ekki.