Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Kirkjuvegur 18. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Héraðsdómur Suðurlands hefur, að kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi, framlengt gæsluvarðhald yfir 53 ára gömlum karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoða að Kirkjuvegi 18 á Selfossi þann 31. október síðastliðinn.

Gæsluvarðhaldið hefur verið framlengt um fjórar vikur eða allt til kl. 16:00 þann 27. desember næstkomandi. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir eldsvoðann, þar sem karl og kona létust. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Fyrri greinSpenna á Nesinu
Næsta greinLandsbankinn styrkti Selfoss vegna Evrópukeppninnar