Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Í Héraðsdómi Suðurlands. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið dauða konu á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn skuli framlengt um fjórar vikur.

Maðurinn var handtekinn í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn þar sem kona á þrítugsaldri fannst látin. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og hefur varðhaldið nú verið framlengt til 11. ágúst vegna fyrirliggjandi rannsóknarhagsmuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinEinstakir tónleikar með Sigurði Flosasyni
Næsta greinÁrborg tekur 1,4 milljarða króna lán til tveggja ára