Gætu selt 30% meira af nautkjöti

Að sögn Guðmars Jóns Tómassonar, sláturhússtjóra Sláturhússins á Hellu, væri vel mögulegt að selja um 25-30% meira af nautakjöti um þessar mundir.

Viðvarandi skortur er á nautgripum til slátrunar og segir Guðmar að þannig væri ástandið búið að vera í vor og í sumar. Því fær markaðurinn ekki það nautakjöt sem hann sækist eftir.

„Ætli hluti af skýringunni sé ekki sá að innflutningur hefur dregist saman og innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn,“ sagði Guðmar en aðeins er unnið á dagvakt í sláturhúsinu núna.

Á Hellu er slátrað nautgripum og hrossum og segir Guðmar að meira jafnvægi væri í hrossaslátruninni en markaðurinn þar er lítill núna yfir sumarmánuðina.

Fyrri greinSteinveggur fjarlægður og styttist í opnun
Næsta greinVerslun að ná réttu róli