Gæti skapað nokkur störf

Unnið er að undirbúningi fyrir grisjun bændaskóga á Suðurlandi og að sögn Björns Jónssonar, framkvæmdastjóra Suðurlandsskóga, er gert ráð fyrir að vinna geti hafist í vetur.

Hvenær það yrði nákvæmlega segist Björn ekki treysta sér til að segja á þessari stundu. Grisjunin ætti að geta skapað þrjú til fjögur störf í vetur og enn fleiri þegar fram líða stundir.

Suðurlandsskógaátakið hófst um 1990 og nítján bændur hafa starfað innan þess. Að sögn Björns verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út þegar grisjunin hefst því nú fyrst má segja að menn sjái tekjumöguleika vera að skapast.

Fyrri greinÍsdagurinn í dag
Næsta greinMikil aukning í lifrarbræðslu og gæludýrafóðri