Gæsluvarðhald verði framlengt

Lögreglan á Selfossi rannsakar ennþá mál manns sem réðst á konu á heimili hennar í Hveragerði í síðustu viku.

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninuum rennur út í dag en í dagbók lögreglunnar kemur fram að farið verði fram á framlengingu gæsluvarðhalds.

Maðurinn var handtekinn við Rauðavatn er hann var á leið til Reykjavíkur eftir að hafa barið konuna með hnúajárni.

Konan hlaut ekki alvarlega áverka en með tilliti til þess að maðurinn beitti vopni er verknaðurinn alvarlegur að mati lögreglu.

Fyrri greinErill hjá lögreglu
Næsta greinTók bensín og borgaði ekki