Gæsaskyttur fundu sverð sem gæti verið frá landnámsöld

Gæsaveiðimenn sem ætluðu á skytterí í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina komu til baka með heldur óvenjulegan feng. Þeir fundu fornt sverð sem Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar telur vera frá 9. öld.

RÚV greinir frá þessu.

Veiðimennirnir sem fundu sverðið höfðu strax samband við Minjastofnun sem fær sverðið í hendurnar í dag. Kristín hefur einungis séð sverðið á mynd sem Árni Björn Valdimarsson, einn veiðimannanna, birti á Facebook.

Árni Björn segir á Facebook að hann telji Ingólf Arnarsson hafa verið eiganda sverðsins. Aðspurður segir hann ekki mega gefa upp hvar sverðið fannst.

Fyrri greinFyrstu réttir um næstu helgi
Næsta greinLeigubílstjóri gat ekki framvísað rekstrarleyfi