Gætu fengið sekt uppá hálfa milljón

Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri hefur yfirheyrt erlenda ferðamenn vegna utanvegaaksturs. Upp komst um mennina þegar þeir festu sig í aurbleytu á föstudag.

Bíllinn sat fastur á heiðinni ofan við bæinn Núpa í Fljótshverfi. Töluverðar skemmdir urðu á svæðinu við aksturinn en björgunarstarf stóð í tólf klukkustundir eins og greint var frá í frétt Sunnlenska á föstudag.

Mennirnir höfðu ætlað að fara niður á, og við það fest sig á heiðinni. Málið er enn á rannsóknarstigi.

Í samtali við RÚV sagði Þorsteinn Kristinsson, lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri, að sektir vegna utanvegaaksturs geti hljóðað upp á allt að 500 þúsund krónur.