Gæsluvarðhalds krafist yfir mönnunum

Lögreglan á Selfossi hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald í fjórar vikur yfir þremur Litháum sem handteknir voru í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Þá var gerð krafa um tíu daga gæsluvarðhald yfir fjórða manninum.

Héraðsdómur Suðurlands mun taka sér frest fram til morguns til að úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir mönnunum.

Þrír mannanna voru handteknir í orlofshúsi í Árnessýslu grunaðir um ólöglega vörslu og meðferð mikils magns meints kókaíns. Sá fjórði var handtekinn í Reykjavík vegna málsins og fluttur á Selfoss.