Gæsluvarðhald framlengt – braut gegn þremur konum

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að spænskur karlmaður sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til og með 17. mars næstkomandi.

Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðasta mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi.

Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjóra óbreytta.

Maðurinn var handtekinn síðastliðinn mánudag og í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 16:00 í dag, föstudag. Þá var hann grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum, en nú hefur sú þriðja bæst við.

RÚV greindi frá því fyrr í vikunni að maðurinn hafi verið á árshátíð hjá fyrirtæki þar sem hann starfar ásamt konunum.

Fyrri greinNafn mannsins sem fannst látinn
Næsta greinTíu marka tap á Ásvöllum