Gæsluþyrla nauðlenti í Þykkvabæ

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-LÍF, þurfti að nauðlenda í Þykkvabæ á fimmta tímanum í dag eft­ir að reyk­ur kom upp í henni. Þyrl­an var að flytja sjúk­ling frá Vest­manna­eyj­um er at­vikið átti sér stað.

Mbl.is greinir frá þessu.

Sam­kvæmt fyrstu boðum sem send voru út var ótt­ast að vél­in þyrfti ef til vill að nauðlenda á sjón­um.

Nauðlend­ing­in tókst vel og eng­an sakaði en þyrl­an lenti við bæ­inn Skarð. Sjúkra­bíll sótti sjúk­ling­inn sem þyrl­an var að flytja.

RÚV greinir frá því að samkvæmt vinnureglum Landhelgisgæslunnar hafi strax verið sent út neyðarkall. Björgunarskip frá Vestmannaeyjum var kallað út, svo og Flugbjörgunarsveitin á Hellu og sjúkrabílar. Sex voru um borð í þyrlunni, fimm í áhöfn og sjúklingurinn. Björgunarsveitir voru afturkallaðar en ákveðið var að flytja sjúklinginn með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Talið er að bilun hafi komið upp í þyrlunni en ekki er vitað hvers eðlis hún er.