Lokatölur Árborg: D-listinn með hreinan meirihluta

Frambjóðendur D-listans í Árborg.

D-listi Sjálfstæðisflokksins vann yfirburðasigur í Sveitarfélaginu Árborg og náði hreinum meirihluta, sex fulltrúum í nýrri ellefu manna bæjarstjórn.

D-listinn fékk 2.296 atkvæði, eða 46,4%. B-listi Framsóknarflokksins bætir við sig manni, fékk 956 atkvæði, er með 19,3% og tvo fulltrúa, S-listi Samfylkingarinnar fékk 761 atkvæði 15,4% og tvo fulltrúa og Á-listinn Áfram Árborg fékk 390 atkvæði 7,9% og einn fulltrúa.

V-listi Vinstri grænna fékk 295 atkvæði 6,0% og M-listi Miðflokksins fékk 247 atkvæði 5,0% en hvorugt framboðið nær inn manni. Miðflokkurinn tapar bæjarfulltrúa sínum.

Léleg kjörsókn var í Árborg, 5.112 greiddu atkvæði eða 63,8%.

Bæjarstjórn Árborgar verður þannig skipuð:
(D) Bragi Bjarnason
(D) Fjóla St. Kristinsdóttir
(D) Kjartan Björnsson
(D) Sveinn Ægir Birgisson
(D) Brynhildur Jónsdóttir
(D) Helga Lind Pálsdóttir
(B) Arnar Freyr Ólafsson
(B) Ellý Tómasdóttir
(S) Arna Ír Gunnarsdóttir
(S) Sigurjón Vídalín Guðmundsson
(Á) Álfheiður Eymarsdóttir

Fyrri greinFramfaralistinn sigraði í Flóahreppi
Næsta greinSkjálftinn hafði engin áhrif á virkjanir ON