Fyrstu réttirnar verða 11. september

Fyrstu fjárréttir haustsins á Suðurlandi verða föstudaginn 11. september, þegar réttað verður í Skaftholtsréttum og Hrunaréttum.

Fyrstu réttir haustsins hafa síðustu ár verið í Skaftárhreppnum en í ár verða fyrstu réttir þar 12. september, bæði í Fossrétt á Síðu og Skaftárrétt í Skaftártungu. Réttað verður í Grafarrétt þann 19. september.

Síðustu sunnlensku réttirnar verða Landréttir við Áfangagil fimmtudaginn 24. september.

Búnaðarsamband Suðurlands hefur birt lista yfir réttir á Suðurlandi 2015 á heimasíðu sinni, þar sem sjá má nánari tímasetningar.

UPPFÆRT 24.8.2015 KL. 10:24

Fyrri greinAlmir tryggði Rangæingum stig
Næsta greinÞjófurinn gaf sig fram við lögreglu