Fyrstu nýju smitin á Suðurlandi í hálfan mánuð

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru átta manns í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og hefur fjölgað um sex síðan fyrir helgi.

Þessi smit eru þau fyrstu sem koma upp á Suðurlandi síðan 14. nóvember.

Þrír eru í einangrun á Selfossi, tveir í Vestmannaeyjum og þrír annars staðar að því er fram kemur í tölum frá HSU. Átta eru í sóttkví og 21 í landamærasóttkví.

Alls greindust átta manns með COVID-19 innanlands í gær, eftir því sem fram kemur á covid.is.

Fyrri greinGul viðvörun: Stormur og ofankoma
Næsta greinHótel á Suðurlandi kært fyrir brot á sóttvarnarlögum