„Fyrsti vorboðinn“ mættur

Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið nokkrar tilkynningar síðustu daga um tjaldferðalang sem fer rólega yfir og hafa vegfarendur áhyggjur af honum.

Þarna er á ferð erlendur ferðamaður á sextíu daga hringferð um Ísland og segir lögreglan að eins og er ami ekkert að hjá honum.

Annars eru margir eru á ferðinni um umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, aðallega vegna þorrablóta, og hvetur lögreglan fólk til að fara varlega á sínum ferðalögum.

Mikil hálka er á vegum í Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu. Óveður er undir Eyjafjöllum. Hálka er með Suðausturströndinni en ófært er á frá Gígjukvísl að Mýrdalssandi. Þrátt fyrir aðstæður hefur umferð gengið stórslysalaust á þessu svæði utan hvað bilvelta varð upp úr hádegi á Mýrdalssandi vestan við Skálm. Þar var glæra hálka á veginum en þrír erlendir ferðamenn sluppu úr án teljandi meiðsla úr gjörónýtum bílnum.