Fyrsti Sunnlendingurinn fæddist á nýársdag

Fyrsti Sunnlendingur ársins 2014 kom í heiminn á fæðingardeild Heilbrigðistofnunar Suðurlands um miðjan dag í gær.

Það var myndarlegt fimmtán marka stúlkubarn úr uppsveitum Árnessýslu.

Önnur stúlka kom í heiminn á gamlársdag og von er á fleiri börnum nú á fyrstu dögum janúarmánaðar þar sem töluvert margar verðandi mæður áttu settan dag í kringum áramótin.

Fyrri greinKolbeinn bætti tvö Íslandsmet
Næsta greinEinar Mikael heimsótti Alex Erni