Fyrsti sinubruni „vorsins“

Slökkviliðsmenn frá Selfossi voru kallaðir út rétt fyrir hádegi í dag þar sem kviknað hafði í sinu við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.

Eldurinn var á afmörkuðu svæði ofan í skurði og náði ekki mikilli útbreiðslu þrátt fyrir stífan vind.

Þetta er fyrsta útkallið á þessu vori vegna sinubruna hjá Brunavörnum Árnessýslu og er óhætt að segja að það sé frekar seint á ferðinni.