Fyrsti réttardagurinn

Fyrsti réttardagur Sunnlendinga er í dag en í morgun var réttað í Hrunaréttum, Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi og Fossrétt á Síðu.

Bændur sem sunnlenska.is hitti í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum voru á einu máli um að fé kæmi vænt af fjalli enda sumarið verið gott á afréttum. Um sexþúsund kindur eru í safni Hrunamanna en eitthvað minna hjá Gnúpverjum. Í Skaftholtsréttum virtist reyndar vera fleira fólk en fé, en réttirnar eru iðulega fjölsóttar.

Á morgun, laugardag, verður réttað í Reykjaréttum á Skeiðum, Skarftárrétt og Tungnaréttum.

Aðrir réttardagar hér sunnanlands eru þessir:

Grafarrétt í Skaftártungu, laugardag 18. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, laugardag 18. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, laugardag 18. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardag 18. sept.

Haldréttir á Holtamannaafrétti, sunnudag 19. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, sunnudag 19. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, sunnudag 19. sept.

Selflatarrétt í Grafningi, mánudag 20. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, mánudag 20. sept.

Landréttir við Áfangagil, fimmtudag 23. sept.