Fyrsti milljónamæringur ársins er Sunnlendingur

Starfsmenn Íslenskrar getspár vita fátt skemmtilegra en að taka á móti vinningshöfum og í vikunni komu einmitt fyrstu milljónamæringar ársins 2019 í heimsókn í Laugardalinn.

Fyrsti vinningshafinn var eldri maður af Suðurlandi. Hann var með þriðja vinning í fyrsta útdrætti ársins í EuroJackpot, vinning upp á rúmlega 14,5 milljónir króna.

Þetta er annar stóri vinningurinn sem kemur til Íslands í EuroJackpot á aðeins fjórum vikum en miðann hafði maðurinn keypt í Krambúðinni á Selfossi.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn hafi sagst vera mjög svo ánægður eldri borgari og að vinningurinn kæmi sér afar vel enda geti það verið snúið að ná endum saman á lífeyrinum einum saman.

Fyrri greinMagnaður lokasprettur Þórsara
Næsta grein„Alltaf gaman í smá brasi“