Fyrsti laxinn úr Eystri-Rangá kominn á land

Fyrsti laxinn úr Eystri-Rangá þetta sumarið er kominn á land þrátt fyrir að áin opni ekki fyrir laxveiðar fyrr en síðar í mánuðinum.

Veiðimaður sem starfar fyrir veiðiréttarhafana var á sjóbirtingsveiðum í ánni þegar nýgenginn og vænn lax tók fluguna.

Laxinn virðist vera snemma á ferðinni þetta sumarið og bárust fréttir af laxi úr Ytri-Rangá fyrir síðustu mánaðamót.

Frá þessu er greint á heimasíðu Lax-á.