Fyrsti Gnúpverjinn til að ná 100 ára aldri

Mynd af Facebooksíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Guðbjörg Eiríksdóttir, Bagga í Steinsholti, er 100 ára í dag 22. apríl. Hún er elsti íbúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og samkvæmt vel fróðum heimildarmönnum í hreppnum er hún líklega fyrst Gnúpverja til þess að ná 100 ára aldri.

Kristófer Tómasson, sveitarstjóri, heimsótti Böggu í dag og sagt er frá heimsókninni á Facebooksíðu hreppsins. Bagga er vel ern miðað við aldur og býr enn í sínu eigin húsi og unir hag sínum vel. Hún hefur allt sitt líf búið í Steinsholti og hélt lengi heimili með bræðrum sínum Jóni og Sveini og rak með þeim myndarbú, en þeir eru báðir látnir.

Fyrri greinEldur í sumarhúsi í Grafningi
Næsta greinMegas tekur lagið á Kímeruhátíð í Mengi