Fyrsti glugginn opnaður

Fyrsti glugginn í jóladagatali Árborgar var opnaður í gærkvöldi í Bókasafninu á Selfossi.

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í Árborg taka þátt í jóladagatalinu en einn gluggi verður opnaður á dag fram að jólum. Þema jólaglugganna er jákvæðni og mun ein jákvæð setning birtast í hverjum glugga sem á að senda jákvæða strauma út í samfélagið á aðventunni.