Fyrsta sneiðmyndatækið á Suðurlandi

Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands er verið að taka í notkun tölvusneiðmyndatæki í fyrsta sinn. Tækið sparar Sunnlendingum á annað þúsund ferðir til höfuðborgarinnar árlega.

Tækið var keypt fyrir gjafafé frá Líknarsjóði Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur. Vinna við uppsetningu tækisins og fylgibúnaðar hófst sl. vor og í sumar hefur tækið verið reynslukeyrt og starfsfólk þjálfað. Tækið er keypt notað af Landspítalanum þar sem það hefur verið í notkun í sex ár og er nú það fullkomnasta sinnar tegundar á landsbyggðinni.

Á annað þúsund Sunnlendingar fara árlega á höfuðborgarsvæðið í sneiðmyndatökur og af sjúkrahúsinu eru fluttir yfir hundrað sjúklingar árlega til myndgreiningar með þessari tækni með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Með þessu tæki má því spara Sunnlendingum á annað þúsund ferðir til höfuðborgarinnar árlega.

Fyrri greinSkemmdir unnar á svifryksmæli
Næsta greinBrottvikning Almars ólögmæt