Fyrsta skóflustungan að nýrri íbúðagötu

Heiðar Þormarsson hjá Gröfuþjónustunni á Hvolsvelli tekur fyrstu skóflustunguna með "stóru skóflunni". Ljósmynd/RE

Skömmu fyrir jól var tekin fyrsta skóflustungan að götunni Bergþórugerði á Hvolsvelli. Vinnuvélar eru nú komnar á svæðið og undirbúningur hafinn af krafti.

Það var Heiðar Þormarsson hjá Gröfuþjónustunni sem tók fyrstu skóflustunguna.

Um er að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu götunnar og verða sjö einbýlishúsalóðir í boði í þessum áfanga. Úthlutun lóðanna hefst í janúar og er gert ráð fyrir að þær verði tilbúnar til afhendingar þann 15. apríl næstkomandi.

Einnig munu rísa fjölbýlishús við götuna en lóðir undir þau verða auglýstar síðar.

Fyrri greinTvær þyrlur kallaðar út vegna slyss í Öræfum