Fyrsta skóflustungan að nýju verknámshúsi

Bolette og Guðmundur munda skóflurnar. Ljósmynd/SkeiðGnúp

Hinn 4. júní síðastliðinn tóku Bolette H. Koch, fráfarandi skólastjóri Þjórsárskóla, og Guðmundur Finnbogason, nýráðinn skólastjóri Þjórsárskóla, skóflustungu að verknámshúsi sem rísa mun í sumar á lóð Þjórsárskóla í Árnesi.

Um er að ræða 200 fermetra verknámshús sem mun hýsa þrjár kennslustofur sem ætlaðar eru til kennslu í heimilisfræði, smíðakennslu og myndlistar- og textíl kennslu.

Húsið er framleitt af Límtré Vírnet og er stefnt að því að það verði klárt til kennslu þegar nemendur skólans mæta aftur til náms í haust. Má segja að húsið sé kærkomin viðbót við húsnæði Þjórsárskóla og þær breytingar sem hafa staðið yfir á sjálfu skólahúsnæðinu.

Fyrri greinGöngumaður slasaðist á Kattatjarnaleið
Næsta greinFrelsið til þess að ráða eigin málum