Fyrsta konan í formannsstólinn

Formannaskipti urðu í stjórn Björgunarfélags Árborgar í vikunni en Inga Birna Pálsdóttir er nýr formaður félagsins.

Inga Birna er fyrsta konan sem sinnir formennsku í sveitinni en hún tekur við af Ármanni Inga Sigurðssyni.

Hún hefur starfað í Björgunarfélaginu síðustu þrettán ár og setið í stjórn félagsins þrjú undanfarin ár sem ritari og segir hún starfið leggjast vel í sig.

„Stjórnin er vel mönnuð og öflugt bakland í sveitinni. Það eru mörg spennandi verkefni framundan og auðvitað eru húsnæðismálin það sem við erum helst að vinna í núna,“ sagði Inga Birna í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinNý sprunga undir Almannagjá
Næsta greinSelfyssingar fallnir