Fyrsta íbúðin í Ölduhverfinu afhent

Andri Leó Egilsson verktaki og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri. Ljósmynd/RY

Rangárþing ytra fékk í vikunni afhenta nýja fullkláraða 81 fm íbúð að Skyggnisöldu 3D á Hellu.

Um er að ræða fyrstu íbúðina af sex sem ákveðið var að kaupa af þremur verktökum í nokkrum raðhúsum sem nú eru í byggingu í Ölduhverfinu. Ákveðið var að fara í endurnýjun á íbúðakosti sveitarfélagsins eftir að fjölbýlishúsið að Þrúðvangi 31 var selt. Um er að ræða fullkláraðar hagkvæmar íbúðir.

Það var Andri Leó Egilsson verktaki sem afhenti sveitarfélaginu fyrstu íbúðina en stutt er í að næstu íbúðir verði tilbúnar til afhendingar.

Fyrri greinTvö rauð í Suðurlandsslagnum
Næsta greinHópslysaáætlun virkjuð vegna rútuslyss í Öræfum