Fyrsta grænfánanum flaggað

Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Grænfánaverkefnisins hjá Landvernd, kom í síðustu viku í leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn og afhenti skólanum Grænfánann í fyrsta skipti.

Svala Ósk Sævarsdóttir, formaður umhverfisnefndar Bergheima tók við fánanum, ásamt viðurkenningarskjali.
Bergheimar hljóta viðurkenninguna fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkun til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.
Katrín útskýrði fyrir nemendum hvað myndin á fánanum stendur fyrir og lét þau leika eftir myndunum.
Nemendur sungu svo Sól, sól skín á mig á meðan Svala Ósk flaggaði fánanum.
Fyrri grein„Færni, sjálfstraust og sköpunargleði“
Næsta grein„Hausinn var ekki til staðar“