Fyrsta COVID-19 tilfellið á Suðurlandi

Björgunarmiðstöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrsta tilfelli COVID-19 hefur verið greint á Suðurlandi. Hjörtur Kristjánsson, sóttvarnarlæknir í suðurumdæmi, staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is.

Um er að ræða einn einstakling á sextugsaldri og er hann í „heima“-einangrun í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Fjórir einstaklingar tengdir manninum eru í sóttkví.

Að sögn Hjartar var fólkið í skíðaferðalagi erlendis, eins og allir aðrir sem greinst hafa með SARS-CoV-2 veiruna hérlendis.

Hjörtur hvetur Sunnlendinga til þess að „halda áfram að hugsa vel hverjir um annan“ en mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til þess að forðast smit er góð handhreinsun.

Fyrri grein30 manns vísað af ísnum
Næsta greinGekk berserksgang eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi