Fyrsta bólusetningin á HSU

Bólusetning á Selfossi í morgun. Ljósmynd/HSU

Fyrsta COVID-19 bólusetningin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var framkvæmd í morgun þegar fyrstu heilbrigðisstarfsmennirnir voru bólusettir.

„Þessi fyrsta bólusetning markar tímamót í baráttu okkar við COVID-19. Við fögnum þessum áfanga,“ segir á Facebooksíðu HSU.

Stofnuninni hefur nú þegar borist 170 skammtar af bóluefni og er von á fleiri skömmtum eftir því sem bóluefnið berst til landsins. Með fyrstu sendingu bóluefnisins verður hægt að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn og íbúa á hjúkrunarheimilum.

Fyrri greinLeitað að nýjum rekstraraðila í Tryggvaskála
Næsta greinÞrjú heimili fengu skreytingaverðlaun