Fyrsta barn ársins á HSU

Madalina og Gheorghe með litla drenginn á fæðingardeildinni á HSU. Ljósmynd/HSU

Fyrsta barn ársins á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi kom í heiminn þann 4. janúar síðastliðinn.

Það er myndarlegur drengur frá Selfossi sem er fyrsti Sunnlendingur ársins en foreldrar hans eru þau Madalina-Maria Suba og Gheorghe-Iulian Suba.

Litli drengurinn er fyrsta barn foreldranna en hann var 3.890 grömm og 50 sm þegar hann kom í heiminn og móður og barni heilsast vel.

Fyrri greinSamþykkt að stækka íþróttahúsið við Skólamörk
Næsta greinFSu áfram í 2. umferð Gettu betur