Fyrrverandi formenn sæmdir gullmerki

Í gær voru fyrrverandi formenn Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka sæmdir gullmerki Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Björgunarsveitin Björg varð sjálfstæð eining árið 1967 en hafði fram að því verið nefnd innan slysavarnardeildarinnar á svæðinu. Frá árinu 1967 hafa níu formenn verið yfir sveitinni.

Þeir eru Guðjón Pálsson, Sigurður Guðjónsson (látinn), Gísli Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Erlingur Bjarnason, Gísli Nilsen, Einar Nilsen, Guðjón Guðmundsson og núverandi formaður er Víglundur Guðmundsson.

Fyrri greinFlutti sig nær viðskiptavinunum
Næsta greinDagbók lögreglu: Mikill erill um helgina