Fyrirtæki á Suðurlandi í vanda

Tæplega helmingur fyrirtækja á Suðurlandi eiga í alvarlegum fjárhagsvandræðum.

Iðnaðarráðherra skipaði starfshóp í nóvember til að fjalla um lánastarfsemi Byggðastofnunar, þar sem eigið fé stofnunarinnar var komið undir lögbundið lágmark. Samhliða vinnu starfshópsins, var fyrirtækið Creditinfo fengið til að vinna úttekt á stöðu fyrirtækja á landsbyggðinni. Úttektin náði til tæplega 10 þúsund fyrirtækja.

43% fyrirtækja á landsbyggðinni eru í verulegum fjárhagsvandræðum, og 14% eru í alvarlegum vanskilum og ógjaldfær. Ástandið er verst á Suðurnesjum, þar sem ríflega helmingur fyrirtækja sér fram á gjaldþrot að óbreyttu.

Ástandið er næst verst á Suðurlandi, en þar er tæplega helmingur fyrirtækja í alvarlegum fjárhagsvandræðum, Vesturland og Austurland koma þar á eftir, en þar sjá tæplega 40 prósent fyrirtækja fram á að fara í gjaldþrot að óbreyttu.

RÚV greindi frá